Fara í efni

Spákerfi fyrir ferðaþjónustuna - áskoranir, lærdómar og fyrstu niðurstöður

Bolungarvík. Mynd: Íslandsstofa
Bolungarvík. Mynd: Íslandsstofa

Ráðgjafarfyrirtækið Intellecon er að vinna fyrir Ferðamálastofu að því að þróa spálíkön fyrir ferðaþjónustuna hér á landi, bæði til skemmri og lengri tíma. Verið er að búa til heildstætt spákerfi með viðeigandi tíðni fyrir stærðir er lýsa umfangi ferðaþjónustunnar.Tilgangur verkefnisins er m.a. að styrkja forsendur áætlanagerðar og stefnumótunar fyrirtækja í greininni, hjá stjórnvöldum og öðrum haghöfum greinarinnar.

Intellecon er nú komið með fyrstu niðurstöður úr þessari vinnu. Af því tilefni bjóða Ferðamálastofa og Ferðaklasinn til hádegisfyrirlestrar um málið fimmtudaginn 31. mars kl. 11.00 - 11.50 í streymi um netið. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á vefsíðu Ferðamálstofu í framhaldinu. Í fyrirlestrinum mun Dr Gunnar Haraldsson frá Intellecon fjalla um spágerðina, fyrstu niðurstöður og þær helstu áskoranir og lærdóma sem af þessari vinnu má draga.

Skráningu og streymi má nálgast með því að smella hér.