Fara í efni

Ferðatryggingasjóður – Leiðbeiningar til Ferðaskrifstofa væntanlegar

Eins og kunnugt er liggur nú fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Þess er vænst að lögin verði samþykkt í byrjun júní. Með lagabreytingunni verður til Ferðatryggingasjóður. Með tilkomu hans verða umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi vegna pakkaferðatrygginga.

Knappur tímarammi

Ljóst er að tímarammi sem breytingunum er settur er knappur. Ferðamálastofa vinnur að undirbúningi og leitar leiða til þess að breytingarnar geti gengi hratt og snurðulaust fyrir sig enda er um að ræða mikið hagsmunamál fyrir alla aðila, ferðaskrifstofur jafnt sem neytendur. Liður í undirbúningnum er að uppfæra eyðublöð og leiðbeiningar og gera ferðaskrifstofum kleift að vera með gögn tilbúin í tíma.

Ferðaskrifstofur fylgist með

Í næstu viku verða ferðaskrifstofum sendir tölvupóstar með leiðbeiningum og nýjum eyðublöðum. Við biðjum forsvarsmenn ferðaskrifstofa að fylgjast vel með tölvupósti frá arlegskil@ferdamalastofa.is, kynna sér leiðbeiningar og ný eyðublöð. Áríðandi er að hefja undirbúning svo að unnt sé að skila gögnum um leið og opnað verður fyrir gagnaskil í kjölfar væntanlegrar lagasetningar.