Fara í efni

Ferðaþjónustan spennt fyrir IcelandTravelTech

Skráning gesta á IcelandTravelTech - Expo and Summit, tækniráðstefnu og sýningu sem Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fyrir í Hörpu næstkomandi föstudag, 10. maí, er nú í fullum gangi.

Í fyrsta sinn hérlendis

Mikill áhugi er á viðburðinum en hann er hugsaður sem stefnumót ferðaþjónustuaðila við fyrirtæki sem bjóða uppá tæknilausnir af öllu tagi fyrir greinina. Er þetta fyrsti viðburðurinn af þessu tagi hérlendis sem sérstaklega er tileinkaður ferðaþjónustu.

Hefst með SAFx

Samhliða IcelandTravelTech sýningunni fer fram viðburðurinn SAFx, ráðstefna þar sem sjónum verður beint að stafrænni markaðssetningu. Á dagskránni eru fimm stuttir fyrirlestrar sem koma að efninu frá mismunandi sjónarhornum en með áherslu á hagnýta nálgun á viðfangsefnið.

Dagskrá og skráning

SAFx 2019 fer fram í Kaldalóni í Hörpu, hefst kl 8:30 og lýkur með formlegri opnun á sýningunni um kl. 10:30. Sýningin sjálf stendur síðan yfir til kl. 17.

Aðgangur að viðburðinum er 3.900 kr og gildir bæði á SAFx og sýninguna.

Upplýsingar yfir sýnendur, skráning fyrir gesti og dagskrá er að finna á vef viðburðarins - http://www.icelandtourism.is/itt/