Fara í efni

Ferðaþjónusta í tölum - Maí 2019

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - maí 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.

Í þessari útgáfu er m.a. að finna samantekt um:

  • fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll
  • gistinætur
  • herbergjanýtingu á hótelum
  • tilgang Íslandsferðar, dvalarlengd og NPS skor
  • útgjöld ferðamanna

Sem fyrr segir verður samantektin uppfærð mánaðarlega og er þetta er liður í aukinni áherslu Ferðamálastofu á rannsóknir, söfnun og miðlun talnaupplýsinga. 

Samantektin er unnin af Oddnýju Þóru Óladóttur hjá rannsókna- og tölfræðisviði Ferðamálastofu. Allar ábendingar um efni og efnistök eru vel þegnar og sendast á oddny@ferdamalastofa.is