Fara í efni

Ferðaklasinn 10 ára: Afmælisrit og greining á áhrifum ferðaþjónustunnar á efnahagslífið

Íslenski ferðaklasinn fagnaði 10 ára afmæli sínu á dögunum. Blásið var til afmælisfagnaðar í Grósku þar sem margt var um manninn og einnig kom út 10 ára afmælisrit Íslenska ferðaklasans.

 

Í fyrsta hluta ritsins er farið yfir starfið síðastliðin 10 ár og helstu verkefni sem unnið hefur verið að á þessum tíma.

 

Áhrif ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf

Annar hluti er greining unnin af Konráð S. Guðjónssyni hjá Kontext, þar sem í þremur köflum er farið yfir áhrif ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf á þessum 10 árum, hún sett í samhengi við aðrar atvinnugreinar á ólíka vegu og litið til samkeppnishæfni greinarinnar.

 

Kaflarnir eru:

  • Þjóðhagsleg áhrif
  • Afkoma og vinnumarkaður
  • Samkeppnishæfni

 

Samkeppnisgreining

Þriðji hluti skýrslunnar nefnist Samkeppnisgreining – Hvar stöndum við og hvert stefnum við? en frá stofnun Ferðaklasans hefur markmiðið verið að auka samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu með kerfisbundinni greiningu og samtali innan greinarinnar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælishófinu


Pallborðsumræður. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri; Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu; Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við HÍ; Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsbanka og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, stýrði umræðum.

 

Konráð S. Guðjónsson kynnir greiningu sína um áhrif ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf á síðustu 10 árum.


Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, flutti ávarp.