Ferðaábyrgðasjóður - eftirlit hefst um næstu mánaðamót

Ferðaábyrgðasjóður - eftirlit hefst um næstu mánaðamót
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Þann 1. nóvember næstkomandi hyggst Ferðamálastofa hefja formlegt eftirlit með lánveitingum úr Ferðaábyrgðasjóðnum en stofnuninni er m.a. ætlað að sannreyna hvort lánsfjárhæð hafi verið réttilega varið. Áður en til þess kemur, um 10-14 dögum, mun Ferðamálastofa senda lánþegum upplýsingar um form og efni eftirlitsins.

Með setningu bráðabirgðaákvæðis við lögin um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018 var stofnaður Ferðaábyrgðasjóður sem ætlað er að veita lán til að endurgreiða pakkaferð að fullu, sem koma átti til framkvæmda á tímabilinu 12. mars til 30. september 2020, en var aflýst eða afpöntuð vegna vegna óvenjulegra eða óviðráðanlegra aðstæðna skv. 3. mgr. 15. gr. laganna.

Enn er hægt að sækja um lán í sjóðinn en umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Sótt er um lán í gegnum þjónustugátt á vef Ferðamálastofu. Þar má enn fremur nálgast frekari upplýsingar um sjóðinn og lánveitingar hans.


Athugasemdir