Fara í efni

Kynning á nýjum spám um umfang ferðaþjónustunnar á næstu árum

Ferðamálastofa býður til fyrirlestrar um nýjar spár um fjölda erlendra ferðamanna, útgjöld þeirra hér á landi, fjölda gistinátta og meðaldvalartíma á næstu árum. Spárnar eru unnar af Intellecon ehf. fyrir Ferðamálastofu og spanna allt frá einstökum mánuðum nýhafins árs til árlegra stærða fram til 2026. Einnig verður kynntur framreikningur spáa fram til ársins 2030.

Fyrirlesturinn fer fram í beinu streymi í gegnum Facebook, miðvikudaginn 10. janúar 2024, kl. 11.00. Áheyrendur geta beint spurningum til fyrirlesara á meðan á fyrirlestrinum stendur gegnum spjall viðburðarins.

Gunnar Haraldsson hjá Intellecon ehf. kynnir spárnar, helstu forsendur þeirra og niðurstöður. Intellecon hefur sem verktaki unnið að þróun spákerfis um erlenda ferðamenn hér á landi fyrir Ferðamálastofu frá árinu 2021 og er því verkefni nú að ljúka. Tilgangur verkefnisins er m.a. að styrkja forsendur stefnumótunar fyrirtækja í greininni, stjórnvalda og annarra sem hag hafa af þróun hennar.

Í kjölfar fyrirlestrarins gefur Ferðamálastofa út lokaskýrslu Intellecon um þetta efni, sem birt verður á vef Ferðamálstofu og inniheldur meðal annars hinar nýju spár. Þar verður einnig aðgengileg upptaka af fyrirlestrinum.

Til að fá áminningu um viðburðinn þegar nær dregur er hægt að skrá sig hér að neðan en annars er hann í opnu streymi á slóðinni.

https://fb.me/e/WMObZUUR

Skrá fleiri frá sama fyrirtæki/stofnun