Fara í efni

Eftirlit með lánveitingum úr Ferðaábyrgðasjóði

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Í samræmi við tilkynningu Ferðamálastofu frá 9. október síðastliðnum mun stofnunin hefja eftirlit með ráðstöfun lána úr Ferðaábyrgðasjóði um næstu mánaðarmót. Markmið eftirlitsins er að staðfesta að lánum úr Ferðaábyrgðasjóði hafi verið ráðstafað  í samræmi við þau lög sem um hann gilda

Í þessu ljósi vill Ferðamálastofa koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum:

  • Formlegt eftirlit með ráðstöfun lána úr Ferðaábyrgðasjóði hefst 1. nóvember 2020.
  • Haft verður samband við einstaka lántaka og upplýsinga óskað um framgang endurgreiðslna til viðskiptavina.
  • Ef lántaki staðfestir að endurgreiðslum sé lokið verður óskað eftir staðfestingu á því að lánsfjárhæð hafi verið ráðstafað að fullu til að mæta endurgreiðslukröfum.
  • Ef endurgreiðslum er ekki lokið verður óskað eftir upplýsingum um ástæður tafa og til hvaða ráðstafana hlutaðeigandi lántaki hyggst grípa í því ljósi.
  • Ef lántaki hefur staðfest að endurgreiðslum sé lokið eða þær séu langt komnar verður haft samband við viðskiptavini lántaka og staðfestingar óskað um að endurgreiðsla hafi átt sér stað. Framkvæmd eftirlits verður byggð á úrtaki og fer fjöldi þeirra sem haft verður samband við eftir fjölda bókana sem lágu til grundvallar lánsfjárhæð.
  • Í þeim tilvikum þar sem viðskiptavinir eiga inneign hjá ferðaskrifstofu verður óskað eftir staðfestingu á því að viðskiptavinur hafi veitt samþykki fyrir því að eiga inneign til móts við endurgreiðslu.
  • Sé tengiliður skráður fyrir bókun verður óskað eftir staðfestingu hans um að hlutaðeigandi viðskiptavinir hafi fengið fulla endurgreiðslu.
  • Eftirlit Ferðamálastofu byggir á 6. mgr. laga um Ferðaábyrgðasjóð nr. 78/2020.

Sé frekari upplýsinga óskað um framkvæmd eftirlits Ferðamálastofu má senda tölvupóst á netfangið ferdaabyrgdasjodur@ferdamalastofa.is