Fara í efni

Efni frá fundi um móttöku ferðafólks frá Kína

Fundarsalurinn á Grand Hótel var þéttsetinn.
Fundarsalurinn á Grand Hótel var þéttsetinn.

Efni og upptökur frá fjölsóttum fundi í gær um móttöku ferðafólks frá Kína er nú hægt að nálgast hér á vefnum. Ferðamálastofa, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Íslandsstofa og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið stóðu fyrir fundinum.

Greinilegt var á viðtökum að framtakið var kærkomið. Uppselt var í salinn og á annað hundrað manns fylgdust með beinu streymi. Upptaka er aðgengileg á Facebook-síðu Ferðamálastofu og erindi fyrirlesara sem PDF hér að neðan.

Hvaða þjónustu sinnir sendiráðið fyrir kínverska ferðamenn?
-Jin Zhujian, sendiherra Kína á Íslandi

Hvað er Chinavia fræðsluefnið og hvernig gagnast það íslenskum fyrirtækjum?
-Thea Hammerskov, forstöðumaður viðskiptatengsla Visit Copenhagen

Hvernig virkar markaðssetning í Kína m.t.t. menningar og tækni?
-Ársæll Harðarson, svæðisstjóri Icelandair í Asíu

Hvernig skynja kínverskir ferðamenn Ísland?
-Grace - Jin Liu, leiðsögumaður

Fundarstjóri var Jónína Bjartmarz, formaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins.