Dagskrá og skráning á ferðamálaþing 20. nóvember
Dagskrá ferðamálaþingsins þann 20. nóvember næstkomandi liggur nú fyrir og jafnframt hægt að skrá sig til þátttöku. Ferðamálastofa og iðnaðarráðuneytið gangast fyrir ferðamálaþinginu sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík, Gullteigi. Yfirskriftin er Öflug ferðaþjónusta - allra hagur, tækifæri ferðaþjónustunnar á umbrotatímum.
Dagskráin hefst kl. 13:00 og lýkur með móttöku í boði ráðherra ferðamála kl. 17.
Það er opið öllum hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu og öðrum sem áhuga hafa á greininni. Á síðustu vikum hefur mjög verið horft til ferðaþjónustu sem lið í eflingu íslensks atvinnulífs og með því að fjölmenna á þingið gefst kjörið tækifæri til að vekja athygli á greininni þannig að eftir verði tekið.
Dagskrá:
| 13:00 | Ávarp ráðherra ferðamála, Össur Skarphéðinsson |
| 13:30 | Selling Iceland to travelers in turbulent times |
| Ian Neale, forstjóri Regent Travel | |
| 14:00 | Land tækifæranna |
| Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins | |
| 14:20 | Hvernig aukum við tekjur af ferðamönnum við núverandi aðstæður? |
| Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair | |
| 14:40 | Kaffihlé |
| 15:00 | Horft fram á veginn ? aðgerðir Ferðamálastofu í ljósi breyttra aðstæðna |
| Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri | |
| 15:20 | Íbúar eru líka gestir ? ferðaþjónusta og sveitarfélögin |
| Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar | |
| 15:40 | Af sjónarhorni ferðamannsins ? hvernig ferðaþjónustu viljum við hafa á Íslandi? |
| Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður | |
| 16:00 | Pallborð með þátttöku fyrirlesara |
| 16:40 | Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu |
| 16:50 | Samantekt fundarstjóra |
| 17:00 | Ráðstefnuslit |
| Móttaka í boði ráðherra ferðamála |
Fundarstjóri og stjórnandi umræðna í pallborði er Svanhildur Konráðsdóttir, formaður ferðamálaráðs.
- Skráning á ferðamálaþing 20. nóvember 2008
Skráningin er án endurgjalds