Fara í efni

COVID-19: Leiðbeiningar fyrir ýmsa ferðaþjónustustarfsemi

Í tengslum við sóttvarnaráðstafanir vegna COVID-19, sem taka gildi í dag, 4. maí, hafa verið gefnar út nýjar leiðbeiningar fyrir tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra. Jafnframt uppfærðar leiðbeiningar til veitinga- og gististaða vegna hámarksfjölda í hóp.

Leiðbeiningarnar eru gefnar út í samvinnu Landlæknis og Ferðamálastofu og er vert að benda á að þær eru endurskoðaðar eins oft og þörf er talin á. Mikilvægt er að rekstaraðilar kynni sér reglurnar vel og taki mið af þeim í starfsemi sinni. Jafnframt uppfærðar leiðeiningar til veitinga- og gististaða vegna hámarksfjölda í hóp.

Leiðbeiningar til veitinga- og gististaða vegna hámarksfjölda í hóp

Frá og með deginum í dag taka einnig gildi nýjar reglur vegna samkomubanns og hámarksfjölda í hópum og hverju rými. Er hámarksfjöldinn nú er 50 manns í stað 20 áður. Ferðamálastofa hefur í samvinnu við Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið uppfært leiðbeiningar til veitinga- og gististaða sem að þessu snúa. Munum einnig 2ja metra regluna.

 

Mynd: Ryan Shultis á Unsplash