Fara í efni

Bláa lónið hlaut hvatningarverðlaunin ábyrgrar ferðaþjónustu 2024

Bláa lónið hlaut í dag sérstaka viðurkenningu fyrir frábær störf í þágu sjálfbærni, hringrásarhagkerfis og nærandi ferðaþjónustu þegar tilkynnt var að fyrirtækið hefði hlotið hvatningarverðlaunin ábyrgrar ferðaþjónustu  2024. Eliza Reid, forsetafrú Íslands, veitti hvatningarverðlaunin í ár á Degi ábyrgrar ferðaþjónustu sem fram fór við hátíðlega athöfn og húsfylli í Grósku.

Aðstandendur að verkefninu um Ábyrga ferðaþjónustu horfðu til þess við val á fyrirtæki ársins að fyrirtækið hefði um langan tíma lagt áherslu á hringrásarhagkerfið og hefði grunngildi sjálfbærni í starfsemi sinni að leiðarljósi.

Til viðbótar er mikilvægt að horfa til þess hvernig fyrirtækið hefur mótandi áhrif á nærumhverfi sitt, starfsmenn, náttúruna og öryggi gesta. Sérstök áhersla í ár er lögð á þátt nærandi ferðaþjónustu sem gengur út á að ganga enn lengra en að ná kolefna hlutleysi og er þróun í átt til þess að skila jákvæðum ábata til áfangastaðarins.

Nánar á vef Íslenska ferðaklasans