Fara í efni

Árlegt endurmat tryggingar - Drög að ársreikningi eða tekjuyfirlit getur dugað

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Fyrr í dag sendum við út upplýsingar til ferðaskrifstofa vegna árlegs endurmats tryggingarfjárhæðar. Nú hafa borist viðbótarupplýsingar sem þessu tengjast og nauðsynlegt er að koma á framfæri.

Heimilt að skila drögum að ársreikningi eða tekjuyfirliti

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu og áhrifa COVID-19 kann að vera að ársreikningur ferðaskrifstofa vegna 2019 liggi ekki fyrir áður en frestur til að skila gögnum vegna endurskoðunar á fjárhæð trygginga rennur út. Ef fyrirsjáanlegt er að endurskoðaður ársreikningur verði ekki tilbúinn innan frestsins verður ferðaskrifstofum heimilt að skila drögum að ársreikningi eða tekjuyfirliti ársins 2019, staðfestu af endurskoðanda.

Þetta er gert til að koma til móts við ferðaskrifstofur og flýta fyrir að afgreiða megi endurmat tryggingarfjárhæða á grundvelli sérstakrar heimildar 2020.

Að öðru leyti er vísað í upplýsingapóst frá því fyrr í dag.