Brottfarir í júní

Brottfarir í júní
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Alls fóru 11.253 farþegar úr landi um Leifsstöð í júní, 5.943 útlendingar (53%) og 5.310 Íslendingar (47%). Í sama mánuði í fyrra fóru 259.702 úr landi, 75% þeirra útlendingar. Hlutfallslega voru brottfarir um Leifsstöð 96% færri í júní en fyrir ári.

Til samanburðar var samdrátturinn milli ára um 99% í maí síðastliðnum. Þjóðverjar voru að þessu sinni fjölmennastir brottfararfarþega fyrir utan Íslendinga eða 1.182 (20% útlendinga) og fast á hæla þeim komu Danir, 1.050 talsins (18%).

Þegar horft er til fyrri helmings ársins í heild nemur fækkunin 64% á milli ára, 62% á meðal útlendinga og 69% á meðal Íslendinga. Bretar eru langfjölmennastir útlendinga á þessu tímabili, 94.145 af 341.695 útlendingum (28%). Bandaríkjamenn koma þar á eftir með 50.097 brottfarir um Leifsstöð (15%). Fjöldi Íslendinga sem fór úr landi fyrri hluta ársins um Leifsstöð nam 94.740 borið saman við 307.113 á sama tíma í fyrra.


Athugasemdir