Boðað til stofnfundar ?Beint frá býli? - Samtök heimavinnsluaðila

Boðað til stofnfundar ?Beint frá býli? - Samtök heimavinnsluaðila
Beint frá býli logo

Boðað hefur verið til stofnfundar félags um verkefnið ?Beint frá býli?. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 29. febrúar næstkomandi að Fjallakaffi á Möðrudal á Fjöllum klukkan 11 árdegis.

Verkefninu Beint frá býli var hleypt af stokkunum í apríl 2005. Markmið þess er að stuðla að framleiðslu matvæla á sveitabýlum og milliliðalausri sölu þeirra til neytenda. Að verkefninu standa Bændasamtök Íslands, Ferðaþjónusta bænda, Hólaskóli, Háskólinn á Hólum, IMPRA nýsköpunarmiðstöð, Landbúnaðarháskóli Íslands og Lifandi landbúnaður. Stýrihópur var skipaður um mitt síðasta ár og er það hann sem boðar til stofnfundar formlegs félags um verkefnið.

Dagskrá fundar:

1. Kynning á störfum stýrihóps Beint frá býli.
2. Umræður um verkefnið.
3. Tillögur að stofnsamþykktum kynntar.
4. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna.
5. Ályktanir fundar og önnur mál.
6. Fundarslit áætluð kl. 15.30

Nánar á heimasíðu Beint frá býli


Athugasemdir