Fara í efni

Auglýst eftir umsóknum um Skandinavian Travel Award 2005

kayaksigling
kayaksigling

Líkt og undanfarin ár verða ferðaverðlaunin Skandinavian Travel Award veitt á ITB ferðasýningunni í Berlín þann 14. mars. Að verðlaununum stendur tímaritið Nordis-Magazin í samvinnu við Ferðamálaráð Norðurlandanna. Umsóknarfrestur um verðlaunin er til 31. janúar næstkomandi.

Markmið Skandinavian Travel Award er að verðlauna framúrskarandi nýjungar, góða þjónustu og árangursríka markaðssetningu í ferðaþjónustu Norður-Evrópu. Verðlaunin veita jafnframt verðlaunahöfum aukna athygli fjölmiðla og staðfesta gildi þess að gera vel. Verðlaunahafarnir geta nýtt sér þennan heiður í markaðssetningu jafnframt því að styrkja stöðu sína á Þýsklandsmarkaði. Dómnegndina skipa ferðablaðamenn, markaðssérfræðingar og f ferðasérfræðingar. Almennt eru umsjækendir um verðlaunin metnir eftir gæðum, nýjungum og dreifingu vörunnar. Þó þarf ekki að uppfylla öll þrjú skilyrðin heldur er leitað að framúrskarandi eiginátaki sem hefur fordæmisgildi fyrir ferðaþjónustuna í heild. Þó nokkur íslensk fyrirtæki hafa hlotið verðlaunin.

Þrír flokkar
Veitt eru verðlaun í þremur flokkum, þrjú í hverjum flokki.

  • Besti áfangastaður/ besta landsvæði/sveitarfélag
  • Besta ferðavara í skandinavíu (sumardvalastaðir, afþreyging, tjaldstæði o.fl.)
  • Besta fólksflutningstæki (lest, rúta, flugvél, skip/ferja)
  • Besti ferðaheildsali
  • Besta vara ferðaheildsala

Nánari upplýsingar um verðlaunin, þau skilyrði sem þarf að uppfylla og umsóknareyðublað eru í meðfylgjandi PDF-skjali. Upplýsingar um Skandinavian Travel Award (PowerPoint-0,1 MB)