Fara í efni

Auglýst efir umsóknum í Pokasjóð

LogoPokasjodur
LogoPokasjodur

Pokasjóður verslunarinnar auglýsti á dögunum eftir umsóknum um styrki til sjóðsins en hann úthlutar styrkjum til verkefna sem heyra undir almannaheill. Umsóknum er skipt í 4 flokka, þ.e. umhverfismál, menning og listir, íþróttir og útivist og loks mannúðarmál (heilbrigðismál). Umsóknarfrestur er til 3. mars næstkomandi.

Pokasjóður, sem áður hét Umhverfissjóður verslunarinnar, hefur verið starfræktur frá árinu 1995 eða í rúmlega 7 ár. Á þessum tíma hefur sjóðurinn úthlutað samtals rúmum 220 milljónum króna. Pokasjóður fær tekjur af sölu plastburðarpoka í verslunum en merki á haldi hvers poka segir til um hvort verslunin greiðir í sjóðinn eða ekki. Í dag greiða 160 verslanir í sjóðinn og eru þær staðsettar um allt land.

Á heimasíðu sjóðsins er hægt að nálgast umsóknareyðublað um styrki. Með umsókninni skal fylgja ítarleg lýsing á því verkefni sem sótt er um fé til, framkvæmdaáætlun, kostnaðaráætlun og hvernig fjárstyrknum verður varið ef til úthlutunar kemur.