Fara í efni

Auglýsingar í Íslandsbækling 2010

Íslandsbæklingur 2009
Íslandsbæklingur 2009

Nú er vinnsla hafin á Íslandsbæklingi Ferðamálastofu 2010.  Sem fyrr gefst ferðaþjónustuaðilum kostur á að auglýsa í bæklingnum sem gefinn er út í um 350 þúsund eintökum á 10 tungumálum og dreift víðsvegar um heim.

Bæklingurinn er myndskreyttur landkynningarbæklingur með auglýsingum og upplýsingasíðum, "gulum síðum". Hann er gefinn út í um 350.000 eintökum á 10 tungumálum; ensku, þýsku, dönsku, sænsku, norsku, finnsku, frönsku, ítölsku, spænsku og hollensku. Auk þess er gefinn út sérsniðinn bæklingur fyrir Bandaríkjamarkað í brotinu 11 x 8,5 tommur. Bæklingurinn kemur út í október 2009 og verður stærð hans u.þ.b. 44 bls. í brotinu A4. Bæklingnum er dreift á viðkomandi markaðssvæðum, á ferðasýningum erlendis en auk þess verður hann aðgengilegur sem pdf skjal á vefnum www.visiticeland.com, á DVD og mögulega á minnislyklum.

Auglýsing og skráning
Eins og undanfarin ár verður leitað eftir þátttöku aðila í ferðaþjónustu í kostnaði við gerð bæklingsins, með auglýsingum og nafnskráningu á "gulum síðum". Þessar síður skiptast í 4 aðalflokka:

  • Transportation
  • Tours
  • Activities
  • Accommodation

Undir hverjum aðalflokki eru síðan undirflokkar.  Þar gefst kostur á að fá birt nafn fyrirtækisins, síma- og faxnúmer auk netfangs/heimasíðu, alls 4 línur. 

  • Skráningargjald grunnskráningar er 74.500.-
  • Hver viðbótarskráning kostar 37.259.-. 

Pöntun á auglýsingu
Hér að neðan er pöntunarblað fyrir auglýsingar og skráningu á "gular síður". Upplýsingarnar skulu sendar með faxi á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29 Akureyri, fax-númer: 464-9991 fyrir 15. júní næstkomandi.

Nánari upplýsingar fást í síma 464-9990 eða upplysingar@icetourist.is