Fara í efni

Ársæll Harðarson ráðinn forstöðumaður markaðssviðs

Á fundi Ferðamálaráðs sl. föstudag var samþykkt að Ársæll Harðarson yrði fyrsti forstöðumaður markaðssvið Ferðamálaráðs í samræmi við nýtt skipurit stofnunarinnar.

Umsækjendur voru 111 og hefur verið unnið úr umsóknum undanfarnar vikur og viðtöl hafa farið fram við nokkra umsækjendur. Á næstu dögum kemur í ljós hvenær Ársæll getur hafið störf.

Ársæll er 46 ára rekstrarhagfræðingur ( MBA) frá Copenhagen Buisness School. Hann hefur unnið við ýmis störf innan ferðaþjónustunnar á sl. nær 20 árum. M.a.:

1984-1986: Framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu stúdenta
1991-1995: Framkvæmdastjóri Ráðstefnuskrifstofu Íslands
1995-1996: Forstöðumaður markaðssamskipta Icelandair
1996-2001: Framkvæmdastjóri Icelandair í Danmörku