Fara í efni

Arnheiður Jóhannsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands hefur ráðið Arnheiði Jóhannsdóttur í starf framkvæmdastjóra frá
næstu áramótum. Arnheiður tekur við starfinu af Ásbirni Björgvinssyni sem hefur gegnt því frá
árinu 2008.

Arnheiður útskrifaðist sem rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 1999 og lauk ári síðar
mastersprófi í alþjóðamarkaðsfræði frá The University of Strathclyde í Glasgow í Skotlandi. Hún
starfaði sem ráðgjafi hjá KPMG Ráðgjöf á árunum 2000-2003 og var verkefnastjóri hjá
Nýsköpunarmiðstöð Íslands2003-2011 en hefur síðan leitt uppbyggingu Air 66N flugklasans hjá
Markaðsstofu Norðurlands. Hún hefur jafnframt verið stundakennari í markaðsfræðum við
viðskiptadeild Háskólans á Akureyri frá árinu 2006.