Fara í efni

Annar fjölmennasti október frá upphafi

Talning okt 2010
Talning okt 2010

Í nýliðnum októbermánuði fóru 34.069 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða 12,2% fleiri en í sama mánuði árinu áður. Fjölgunin nemur 3.698 gestum milli ára. Aukning er frá öllum mörkuðum en mest er hún frá N-Ameríku eða 52,7%. Gestum frá Mið-og Suður Evrópu fjölgar um 16%, frá Bretlandi um 7,5%, frá Norðurlöndunum um 2,1,% og frá löndum sem eru flokkuð undir ,,annað" um 6,9%.

Sé litið lengra aftur í tímann má sjá að nýliðinn október er sá annar fjölmennasti frá upphafi en í október árið 2007 voru erlendir ferðamenn aðeins fleiri en nú, eða 34.175 talsins.

Alls hafa um 419 þúsund erlendir gestir farið frá landinu það sem af er ári eða 6.739 færri gestir en á sama tímabili í fyrra. Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá svipaðan fjölda eða færri gesti frá öllum markaðssvæðum, nema N-Ameríku, sem er eina markaðssvæðið sem sýnt hefur fjölgun erlendra gesta á árinu 2010.
Veruleg fjölgun er í brottförum Íslendinga í október en í ár fóru 30.252 utan en í sama mánuði í fyrra fóru 24.758 Íslendingar utan. Fjölgunin nemur 22,2% milli ára. Frá áramótum hafa 248.898 Íslendingar farið utan en 13,7% færri á sama tímabili á árinu 2009 eða 218.891.

Hér að neðan má sjá nánari skiptingu úr talningum Ferðamálastofu eftir þjóðerni og markaðssvæðum.

Október eftir þjóðernum Janúar-október eftir þjóðernum
  Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2009 2010     Fjöldi           (%)     2009 2010      Fjöldi            (%)
Bandaríkin 2.946 3.844 898 30,5   Bandaríkin 40.007      46.106 6.099 15,2
Bretland 6.088 6.545 457 7,5   Bretland 52.898      52.345 -553 -1,0
Danmörk 3.024 3.405 381 12,6   Danmörk 37.336      34.864 -2.472 -6,6
Finnland 1.163 1.053 -110 -9,5   Finnland 10.919        9.888 -1.031 -9,4
Frakkland 889 1.127 238 26,8   Frakkland 27.334      27.605 271 1,0
Holland 1.312 1.365 53 4,0   Holland 17.569      15.777 -1.792 -10,2
Ítalía 275 259 -16 -5,8   Ítalía 12.251        9.192 -3.059 -25,0
Japan 491 361 -130 -26,5   Japan 6.040