Fara í efni

Andleg áföll ef þjónusta stenst ekki væntingar

Mynd frá ráðstefnunni
Mynd frá ráðstefnunni

Ýmsir hafa orðið til að benda á frétt á vef Morgunblaðsins í gær. Þótt væntanlega sé hún að hluta sett fram í léttum dúr má samt segja að hún tengist umfjöllunarefni ferðamálaráðstefnunnar þann 16 nóvember næstkomandi.

Á ráðstefnunni verða eins og fram hefur komið gæðamál í ferðaþjónustu tekin til umfjöllunar. Í fréttinni er einmitt fjallað er um gæði, eða e.t.v. fremur skort á gæðum í ferðaþjónustu.

Greint er frá því að árlega fái þó nokkrir japanskir ferðamenn alvarleg taugaáföll vegna þeirrar þjónustu og þess viðhorfs sem þeir mæta í París höfuðborg Frakklands. Vitnað er í sálfræðing sem segir að viðkvæmir ferðamenn geti brotnað saman þegar glansmyndir þeirra af ákveðnu landi standast ekki í raunveruleikanum. Slík tilfelli verða æ algengari með auknum ferðamannastraumi og þeim hefur nú verið gefið nafnið "Parísar-einkennið?, að sögn sálfræðingsins. Japanskir ferðamenn munu vera sérstaklega viðkvæmir fyrir slíku enda eiga þeir mikilli kurteisi að venjast heima fyrir og verða því oft fyrir miklu áfalli þegar þeir kynnast ruddaskap annarra þjóða. Frétt mbl.is


Myndin er tekin á ferðamálaráðstefnunni í fyrra.