Fara í efni

Áhrif af komu skemmtiferðaskipa til Íslands

Skemmtiferðaskip siglir inn Eyjafjörð.
Skemmtiferðaskip siglir inn Eyjafjörð.

Á málstofu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri þann 21. febrúar mun Kristinn Berg Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála, flytja erindi um áhrif af komu skemmtiferðaskipa til Íslands.

Árið 2013 voru komur skemmtiferðaskipa til Íslands um 100 talsins og komu mörg skipanna við í fleiri höfnum í ferð sinni um landið. Með skemmtiferðaskipunum komu tæplega 100.000 farþegar sem fóru í dagsferðir um perlur Íslands, versluðu, keyptu sér veitingar, fóru á söfn og röltu um svæðin. Í erindinu verður dreginn upp mynd af rannsókn Rannsóknamiðstöðvar ferðamála á komum skemmtiferðaskipa til Íslands og hvaða hagrænu áhrif skipakomurnar hafa í för með sér. Einnig verður farið yfir hvaða tegundir skemmtiferðaskipa komu til Íslands árið 2013 og hvað einkennir þau og farþega þeirra.“

Málstofan er öllum opin.

Tímasetning: 21. febrúar kl. 12.10-12.55
Staðsetning: R312 Borgum við Norðurslóð

Áhrif af komu skemmtiferðaskipa - auglýsing