Fara í efni

Afhending hvatningarverðlauna í heilsuferðaþjónustu

lóhó heilsusamtök
lóhó heilsusamtök

Þriðjudaginn 13. desember mun Katrín Júlíusdóttir veita hvatningarverðlaun iðnaðarráðherra fyrir áhugaverða heilsuferðavöru ætlaða erlendum ferðamönnum.

Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 16:00.

Með það að markmiði að stuðla að áframhaldandi vöruþróun í heilsuferðaþjónustu  ákvað iðnaðarráðherra að veita ein  verðlaun til fyrirtækis  eða hóps fyrirtækja sem starfa  innan heilsugeirans.
Verðlaunaféð er  ein milljón króna. Auglýst var eftir umsóknum í dagblöðum og á netinu og bárust alls  17 umsóknir.

Boðið verður upp á léttar veitingar að athöfn lokinni. Þátttaka tilkynnist fyrir lok dags 12.desember  á netfangið  heilsa@ferdamalastofa.is