Fara í efni

ÆVINTÝRAEYJAN ÍSLAND - ferðaleikur fyrir alla fjölskylduna í samstarfi Olís og Ferðamálaráðs

Ný stefnumótun fyrir íslenska ferðaþjónustu
Ný stefnumótun fyrir íslenska ferðaþjónustu

Nú er hafinn ferðaleikurinn ÆVINTÝRAEYJAN ÍSLAND sem Olís og Ferðamálaráð standa að. Tilgangurinn er að hvetja Íslendinga til ferðalaga um eigið land í sumar. 

Leikurinn gengur út á að safna stimplum í sérstakt ?ævintýrakort? sem ætti að hafa borist öllum heim í pósti en einnig er hægt að nálgast kortið á öllum Olís-stöðvum. Í hvert skipti sem verslað hjá Olís fæst stimpill í kortið. Eftir annan hvern stimpil fær korthafi glaðning hjá Olís; svo sem ís, safa, frisbee, útvarp eða annan óvæntan varning.  

Ennfremur eru Íslendingar hvattir til að nýta sér upplýsingamiðstöðvar ferðamála um land allt til að fá upplýsingar um framboð og þjónustu á hverjum stað.  Á upplýsingamiðstöðvum verður mögulegt að fá ýmis tilboð sem tengjast þjónustu hvers svæðis. 

Gerðar hafa verið blaða, útvarps og sjónvarpsauglýsingar sem birtar verða í sumar. Auglýsingarnar hafa þegar vakið verðskuldaða athygli og sjónvarpsauglýsingarnar má skoða í frétt um leikinn á vefnum ferdalag.is

Dregið út í hverri viku og glæsilegur lokapotur
Þegar lokið er við að safna 10 stimplum er sérstakri afrifu af Ævintýrakortinu skilað á næstu Olís-stöð og á þá viðkomandi möguleika á að vinna fjölda glæsilega vinninga. Í hverri viku, á laugardögum milli kl. 11.00 og 12.00, er dregið úr pottinum á Bylgjunni í þætti Gulla Helga. Meðal vinninga eru flugferðir innanlands með Flugfélagi Íslands, gisting hjá Eddu-hótelum, GSM-símar frá Nokia, útilegubúnaður frá Ellingsen, árskort í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og ferðasjúkratöskur frá Lyfju. 

Laugardaginn 20. ágúst verður síðan dregnir út enn glæsilegri lokavinningar úr öllum innsendum afrifum: 

1. Vinningur:

  • Afnot af jeppa í samfleytt 12 mánuði
  • Afnot af fellihýsi í samfleytt 3 mánuði
  • 100.000 kr. eldsneytisúttekt hjá Olís
  • Glæsilegt Char-Broil útigrill frá Olís
  • Útilegubúnaður frá Ellingsen að eigin vali að verðmæti 80.000 kr. 

2.?10. Vinningur:

  • Helgarferð, 2 gistinætur og flugferð fyrir 2 fullorðna og 2 börn

11.?1000. Vinningur m.a. :

  • DVD-spilarar frá Sjónvarpsmiðstöðinni
  • Úttekt í Dótabúðinni að verðmæti 5.000 kr.
  • Leikhúsmiðar á Kabarett hjá leikhópnum Á senunni
  • Geisladiskurinn Syngdu með