Fara í efni

Aðalfundur SAF haldinn í gær

Árni Gunnarsson
Árni Gunnarsson

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn  í Hofi á Akureyri í gær. Um 160 manns sóttu fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa funduðu faghópar samtakanna um sín hagsmunamál og haldin voru fróðleg erindi.

Aðalumræðuefni fundarins var vetrarferðamennska og gæða og umhverfiskerfið VAKINN. Þá flutti Katrín Júlúsdóttir, ráðherra ferðamála, ávarp á fundinum. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, (sjá mynd) var endurkjörinn formaður SAF og með honum í stjórn voru kjörin:

Friðrik Pálsson, Hótel Rangá
Lára Pétursdóttir, Congress Reykjavík
Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Íslenskir fjallaleiðsögumenn
Ingólfur Haraldsson, Hilton Reykjavík Nordica
Sævar Skaptason, Ferðaþjónusta bænda
Þórir Garðarsson, Iceland Excursions

Ályktanir fundarins og annað efni frá honum er aðgengilegt á vef SAF.