Fara í efni

Aðalfundur Ferðamálráðs Vestnorden haldinn í síðustu viku

Vestnorden 2004
Vestnorden 2004

Þann 10. mars síðastliðinn var aðaldundur Ferðamálaráðs Vestnorden haldinn í Kaupmannahöfn. Í ráðinu sitja níu fulltrúar, þrír frá hverju landi og sóttu átta þeirra aðalfundinn. Af Íslands hálfu sitja í ráðinu þeir Einar Kr. Guðfinnsson, Magnús Oddsson og Steinn Lárusson. Sóttu þeir allir fundinn.

Magnús Oddsson ferðamálastjóri gegnir jafnframt formennsku í Ferðamálaráði Vestnorden. Að hans sögn var á fundinum m.a. farið yfir sameiginleg markaðsverkefni þessa árs sem eru sýningarþátttaka, fræðsla meðal sölufólks, auglýsingar, fjölmiðlakynningar og ráðstefna, sem og samstarf landanna þriggja á Norðurbryggju í upplýsingamiðlun. Þá kynntu Grænlendingar, sem eru gestgjafar 20. Vestnorden ferðakaupstefnunnar í haust, hvernig þeir ætla að standa að henni en þeir hafa ákveðið að hún verði í Kaupmannahöfn 13.-15. september.

Myndin er tekin á Vestnorden ferðasýniningunni í Laugardalshöll síðastliðið haust.