Fara í efni

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands 2010 verður haldinn föstudaginn 9. apríl í Listasal Flughótels Keflavíkur. Fundurinn er opinn öllum, sem starfa við eða hafa áhuga á ferðaþjónustu . Skráning á fundinn fer fram á heimasíðu samtakanna www.ferdamalasamtok.is 

Fundurinn hefst kl. 13 og ávarp flytur  Árni Sigfússon , bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Þá mun Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður  fjalla um gjaldtöku af ferðamönnum og Kristján Pálsson, forstöðumaður Markaðsstofu Suðurnesja, kynnir  ferðaþjónustu á Suðurnesjum.

Eftir kaffihlé verða hefðbundan aðalfundarstörf skv. lögum samtakanna þar sem einnig verðr farið yfir framtíðarsýn og skipulag FSÍ. Að fundi loknum verður heimsókn í Víkingaheima og kvöldverður á Flughóteli. Skoðunarferð um Suðurnes undir leiðsögn Kristjáns Pálssonar verður svo á laudardeginum.

Dagskrá (PDF)