Fara í efni

Aðalfundi Ferðamálasamtaka Íslands frestað

Hótel Ísafjörður
Hótel Ísafjörður

Ákveðið hefur verið að fresta áður boðuðum aðalfundi Ferðamálasamtaka Íslands, sem halda átti á Hótel Ísafirði föstudaginn 24. og laugardaginn 25. nóvember 2006. Fundurinn hefur verið settur á dagskrá 25. janúar 2007, á sama stað.

Að samtökunum standa átta landshlutasamtök og að þeim eiga aðild ferðaþjónustuaðilar og sveitarfélög á viðkomandi svæðum. Formaður samtakanna er Pétur Rafnsson.

Fulltrúar eru beðnir að skrá sig tímanlega á fundinn í síma 898-6635. Bókun herbergja er á Hótel Ísafirði og einfaldast er að ganga frá því á heimasíðu hótelsins. www.hotelisafjordur.is