Fara í efni

Ábyrg ferðaþjónusta – aukum forskotið: Opið fyrir skráningu

Í lok september verður haldið áfram með námskeiðið Ábyrg ferðaþjónusta – Aukum forskotið sem hófst í vor. Vegna aukinnar eftirspurnar hefur verið ákveðið opna aftur fyrir skráningu og gefa þannig fleirum kost á að vera með. Skráning  verður opin til 15. september.

Verkefnið saman stendur af sex fræðslufundum. Tveir fræðslufundir voru haldnir síðasta vor en fyrirtæki sem vilja slást í hópinn gefst  kostur á að horfa á þá í upptöku og hefja svo leikinn að fullu 27. september þegar fræðsluverkefnið heldur áfram. Um 50 fyrirtæki eru nú þegar skráð.

Nánari upplýsingar og skráning 

Vert er að hvetja fyrirtæki til að vera með í þessu mikilvæga verkefni til að auka forskot sitt í átt að aukinni sjálfbærni.

Framkvæmdaraðilar fræðsluverkefnisins eru Íslenski ferðaklasinn og SAF í samstarfi við  Íslandsstofu, Markaðsstofur landshlutanna, Safe Travel, Ferðamálastofu,
FESTU og menningar- og viðskiptaráðuneytið.