Á sjöunda hundrað milljónir króna á fjárlögum til ferðamála

Á sjöunda hundrað milljónir króna á fjárlögum til ferðamála
Vinna við gerð ferðamálastefnu 2005-2015

Aldrei fyrr hefur verið ráðstafað viðlíka fjármunum til ferðamála og fjárlögin fyrir næsta ár gera ráð fyrir. Þetta kom fram í ræðu Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, á ferðamálaráðstefnunni í Stykkishólmi í síðustu viku.

Í máli Sturlu kom fram að framlög til þessa málaflokks á fjárlögum hafa vaxið umtalsvert á undanförnum árum og orðrétt sagði samgönguráðherra: "Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir á sjöunda hundrað milljóna króna framlagi. Þá er ég ekki að tiltaka umtalsverða liði, líkt og tæpar 350 milljónir króna í styrki til ferja og sérleyfishafa eða styrki til innanlandsflugs að upphæð rúmar 130 milljónir króna. Hér er óumdeilanlega um að ræða styrki, sem styðja verulega við vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar um land allt. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 300 milljónum til markaðssóknar í íslenskri ferðaþjónustu. Í ljósi góðrar reynslu af markaðssókn þessa árs, hef ég ákveðið að líkt verði staðið að í framhaldinu," sagði Sturla.

Myndatexti:  Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, í ræðustóli á ferðamálaráðstefnunni í Stykkishólmi.

 


Athugasemdir