Fara í efni

50,5 milljónir króna í samstarfi um markaðssetningu innanlands

Lógó FMR
Lógó FMR

Lokið hefur verið við að fara yfir umsóknir um samstarfsverkefni Ferðamálaráðs um auglýsingar á íslenskri ferðaþjónustu sem hvetja eiga Íslendinga til ferða um eigið land. Umsóknir voru 32 talsins og hefur verið ákveðið að ganga til samstarfs við 17 umsækjendur.

Í boði voru samstarfsverkefni þar sem framlag Ferðamálaráðs var annars vegar hálf milljón króna í 9 verkefni og hins vegar samstarfsverkefni þar sem framlag Ferðamálaráðs var 1,0 milljón í 8 verkefni, þ.e. samtals 12,5 milljónir króna. Skilyrði var að samstarfsaðilar legðu fram a.m.k. jafnt á við Ferðamálaráð og nutu þeir forgangs sem að öðru jöfnu voru reiðubúnir að leggja fram meira fé. Sérstaklega var litið til verkefna utan háannar og á landsvísu.

Ákveðið hefur verið að ganga til samstarfs við 17 umsækjendur og er mótframlag þeirra alls 38 milljónir króna. Að viðbættum 12,5 milljónum króna frá Ferðamálaráði er heildarupphæðin sem fer til markaðssetningar innanlands í tengslum við þessi verkefni því 50,5 milljónir króna.

Samstarfsaðilar um 0,5 milljóna kr. framlag frá Ferðamálaráði

 • Hafnarfjarðarbær
 • Sæferðir ehf
 • Höldur ehf / Bílaleiga Akureyrar
 • Akraneskaupstaður
 • Radisson SAS Hótel Saga
 • Samband sveitafélaga Suðurnesjum
 • Kynnisferðir ehf
 • Teitur Jónasson ehf
 • Ísafjarðarbær

Samstarfsaðilar um 1,0 milljón kr. framlag frá Ferðamálaráði:

 • Bláa Lónið hf
 • Höfuðborgarstofa
 • Draugasetrið
 • Atvinnu-og ferðamálafulltrúi Rangárþingi og Mýrrdal
 • Iceland Excursions Allrahanda
 • Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga,
 • Bílaleiga Flugleiða ehf, /HERTZ bílaleiga
 • Markaðsstofa Austurlands