Fara í efni

20% fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll í nóvember

Farþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll í nóvember síðastliðnum voru ríflega 20% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Sama hlutfallsfjölgun er einnig ef litið er á það sem af er árinu.

Alls fóru 107.274 farþegar um völlinn í nóvember nú, samanborið við 89.088 ferþega í nóvember í fyrra. Á leið frá landinu voru nú 44.879 farþegar en 46.492 voru að koma til landsins. Áfram- og skiptifarþegar voru tæplega 16 þúsund.

Sé litið á árið í heild, þ.e. fyrstu 11 mánuðina, hafa 1.549.985 farþegar farið um völlinn, sem er 20% fjölgun eins og fyrr segir. Farþegum á leið til landsins hefur fjölgað um rúm 19% en farþegum á leið frá landinu um 17,4&. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu. Áfram og skiptifarþegum hefur fjölgað um 29,4%.

Tölur fyrir 2004 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega.

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í nóvember 2004
  Nov.04. YTD Nov.03. YTD Mán. % breyting YTD % breyting
 
Héðan 44,879 641.039 37.492 545-944 19,70% 17,42%
Hingað: 46.492 654.845 38.842 548.782 19,70% 19,33%
Áfram: 1.134 6.512 84 1.703 1.250,00% 282,38%
Skipti: 14.769 247.589 12.670 194.617 16,57% 27,22%
  107.274 1.549.985 89.088 1.291.046 20,41% 20,06%