Fara í efni

14 sóttu um stöðu ferðamálastjóra

Á vef menningar- og viðskiptaráðuneytið kemur fram að alls bárust 14 umsóknir um embætti ferðamálastjóra, en staðan var auglýst þann 21. október síðastliðinn og umsóknarfrestur rann út þann 10. nóvember síðastliðinn. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Þriggja manna hæfnisnefnd skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.
Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. janúar 2023.

Umsækjendur um stöðu ferðamálastjóra:

 • Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri
 • Böðvar Þórisson, skrifstofustjóri
 • Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri
 • Georg H. Ómarsson, markaðsstjóri
 • Guðrún Indriðadóttir, framkvæmdastjóri
 • Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri
 • Hildur Kristjánsdóttir, sérfræðingur
 • Inga Hlín Pálsdóttir, ráðgjafi
 • Ólafur Reynir Guðmundsson, verkefnastjóri
 • Saga Hlíf Birgisdóttir, ferðamálafræðingur
 • Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur
 • Valdimar Björnsson, framkvæmdastjóri
 • Þórir Erlingsson, framkvæmdastjóri