Fara í efni

115 umsóknir bárust í þróunarsjóðinn Ísland allt árið

Umsóknarfrestur í þróunarsjóðinn Ísland allt árið rann út miðvikudaginn 11. janúar og alls bárust 115 umsóknir um styrki úr sjóðnum. Heildarupphæð umbeðinna styrkja var um það bil 300 milljónir króna. Ætlunin er að úthluta tvisvar sinnum úr sjóðnum en heildarframlag stofnenda sjóðsins er 70 milljónir króna og til úthlutunar að þessu sinni eru 35 milljónir króna. Stefnt er að úthlutun úr sjóðnum í lok febrúar og verður öllum umsóknum svarað um mánaðarmótin febrúar/mars.

Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Kristjánsdóttir í síma 522 9462 / netfang: sirry@nmi.is