1.038 kröfur bárust vegna Gamanferða

Frestur til að gera kröfu í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) rann út á miðnætti, fimmtudaginn 20. júní 2019. Kröfur sem berast eftir þann tíma teljast of seint fram komnar og verða ekki teknar til greina. Alls bárust 1.038 kröfur.

Nú tekur við yfirferð og vinnsla krafna en í ljósi fjöldans má búast við að nokkurn tíma taki að fara yfir og taka afstöðu til þeirra. Reynt verður að hraða ferlinu eins og hægt er en þó má í fyrsta lagi búast við að mál fari að skýrast með haustinu.

Hafi kröfuhafi sent inn fleiri en eina kröfu, vegna sömu ferðar, verður litið svo á að seinni krafan dragi til baka fyrri kröfur.


Athugasemdir