Fara í efni

Arabian Travel Market í maí 2026 - skráning

Íslandsstofa stefnir að þátttöku í ferðasýningunni Arabian Travel Market sem haldin verður dagana 4.-7. maí 2026. Sýningin er haldin árlega í Dubai World Trade Centre og er miðuð að fagaðilum í ferðaþjónustu (B2B).
Sýningin er alþjóðleg, en á síðasta ári sóttu hana um 46.000 þátttakendur frá 160 löndum. Á viðburðinum gefst íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig, efla tengsl og koma á nýjum viðskiptasamböndum á lykilmörkuðum Miðausturlanda og Asíu.
Verð:
Kostnaður við þátttöku er 850.000 á fyrirtæki, hámark tveir þátttakendur frá hverju fyrirtæki.
Athugið að flug, gisting og annar ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði.
Skráning:
Áhugasöm um þátttöku eru beðin um að fylla út skráningarformið hér að neðan fyrir 20. nóvember nk.
Athugið að sætafjöldi er takmarkaður og áskilur Íslandsstofa sér rétt til að velja þátttakendur þannig að hópurinn endurspegli fjölbreytni íslenskrar ferðaþjónustu og gefi heildstæða mynd af greininni.
Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is

Skráning