Fara í efni

Fjöldi gesta í Vatnajökulsþjóðgarði frá upphafi talninga út árið 2016

Nánari upplýsingar
Titill Fjöldi gesta í Vatnajökulsþjóðgarði frá upphafi talninga út árið 2016
Lýsing

Talningar í þeim tilgangi að vita hversu margir gestir heimsæktu áfangastaði í Vatnajökulsþjóðgarði hófust í Skaftafelli sumarið 2009. Þá var settur bifreiðateljari í heimreiðina að Skaftafelli og fólksteljari á gönguleiðina að Svartafossi. Síðan hefur talningastöðum í þjóðgarðinum fjölgað verulega og í lok árs 2016 var 41 teljari á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs, þar af sex gönguteljarar og 35 bifreiðateljarar. Sumarið 2016 bættust við fjórir teljarar á Vestursvæði þjóðgarðsins. Einn gönguteljari í þjónustumiðstöðinni í Hrauneyjum og þrír bifreiðateljarar: Á vegi F26, Sprengisandsleið við Nýjadal, á vegi F228 við Þóristind á leiðinni að Veiðivötnum, og á veginum til Jökulheima, vegi F229.

Gögn um fjölda ferðamanna eru mikilvæg fyrir þjóðgarðinn við skipulag og stýringu staðanna. Sumarið 2015 voru fyrir tilstuðlan Vatnajökulsþjóðgarðs tekin saman þau gögn sem safnað hafði verið frá upphafi talninga í þjóðgarðinum árið 2009 fram til ársloka 2014. Sú vinna skilaði sér í útgáfu skýrslunnar: Fjöldi gesta í Vatnajökulsþjóðgarði (Gyða Þórhallsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson, 2015). Árið 2016 var gefin út 2. útgáfa skýrslunnar: Fjöldi gesta í Vatnajökulsþjóðgarði frá upphafi talninga út árið 2015 (Gyða Þórhallsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson, 2016). Í þessari þriðju útgáfu eru svo tekin saman gögn um fjölda frá því byrjað var að telja á hverjum stað til ársloka 2016.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Rögnvaldur Ólafsson
Nafn Gyða Þórhallsdóttir
Nafn Auður Þórunn Rögnvaldsdóttir
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2017
Útgefandi Vatnajökulsþjóðgarður
ISBN 978-9935-9343-1-4
Leitarorð jöldi, fjöldi ferðamanna, talning, talningar, þolmörk, þolmörk ferðamennsku, umhverfi, umhverfismál, Gyða Þórhallsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Auður Þórunn Rögnvaldsdóttir