Aðferðir við að meta fjölda og taka úrtak meðal ferðamanna

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Aðferðir við að meta fjölda og taka úrtak meðal ferðamanna
Undirtitill Áfangaskýrsla um verkefnið: Þolmörk ferðamanna á átta vinsælum ferðamannastöðum á Suður- og Vesturlandi
Lýsing

Vegna mikillar fjölgunar ferðamanna hér á landi og þess álags sem af því skapast hafa spurningar vaknað um hvort ferðamenn séu nú þegar of margir á vinsælustu áfangastöðum landsins, þ.e. hvort þolmörkum þeirra sé náð. Í ljósi þessa óskaði Ferðamálastofa eftir því við Háskóla Íslands að rannsaka fjölda ferðamanna og viðhorf þeirra á átta fjölförnum áfangastöðum á Suður‐ og Vesturlandi. Þeir eru Djúpalónssandur, Geysir, Hakið á Þingvöllum, Hraunfossar, Húsadalur í Þórsmörk, Jökulsárlón, Seltún og Sólheimajökull.

Í þessari áfangaskýrslu er aðferðafræðinni lýst sem beitt var við gagnasöfnun sumarið 2014, bæði hvað varðar talningar á ökutækjum og dreifingu spurningalista til ferðamanna. Aðferðafræði við úrvinnslu gagnanna er einnig lýst.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Anna Dóra Sæþórsdóttir
Nafn Gyða Þórhallsdóttir
Nafn Rögnvaldur Ólafsson
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2014
Útgefandi Rannsóknamiðstöð Ferðamála
ISBN 978-9935-437-31-0
Leitarorð þolmörk, þolmörk ferðamennsku, Djúpalónssandur, Geysir, Hakið á Þingvöllum, Hraunfossar, Húsadalur í Þórsmörk, Jökulsárlón, Seltún, Sólheimajökull, umhverfi, umhverfismál, félagsleg þolmörk, innviðir, vistkerfi, áfangaskýrsla, úrtak