Vegvísir í ferðaþjónustu

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Vegvísir í ferðaþjónustu
Lýsing

Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar kynntu nýja nýja ferðamálastefnu. 6. október 2015. Undanfarin ár hefur fjölgun ferðamanna verið langt umfram spár og væntingar eru um áframhaldandi vöxt greinarinnar. Til að stuðla að farsælli þróun í ferðaþjónustu á Íslandi tóku iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, og Samtök ferðaþjónustunnar höndum saman um mótun stefnu í ferðaþjónustu til lengri tíma með áherslu á sjálfbæra þróun. Settur var á laggirnar stýrihópur og verkefnahópur sem unnu að gagnaöflun, greindu stöðuna og kynntu sér fyrirmyndir erlendis frá. Auk þess var fundað með um 1000 manns vítt og breitt um landið.
Niðurstaða stýrihópsins var því að horfa sérstaklega til forgangsverkefna næstu fimm ára, en þau snúa að því að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar til framtíðar. Á næstu fimm árum verður fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að:

• Samhæfðri stýringu ferðamála
• Jákvæðri upplifun ferðamanna
• Áreiðanlegum gögnum
• Náttúruvernd
• Hæfni og gæðum
• Aukinni arðsemi
• Dreifingu ferðamanna

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2015
Útgefandi Atvinnu og nýsköpunarráðuneytið, SAF
Leitarorð ferðamálaáætlun, stefnumótun, stefnumörkun, forgangsröðun, ferðamálastefna, vegvísir, saf, samtök ferðaþjónustunnar, stjórnstöð, stjórnstöð ferðamála