Íslenskir þjóðstígar - Stefnumótun um gönguleiðir á Íslandi

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Íslenskir þjóðstígar - Stefnumótun um gönguleiðir á Íslandi
Lýsing

Verkefnið Íslenskir þjóðstígar er verkefni sem unnið er af EFLU verkfræðistofu í sammvinnu við Ferðamálastofu og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Verkefnið er þriggja mánaða rannsóknarverkefni sem unnið er af Gísla Rafni Guðmundssyni útskriftarnema í borgarhönnun við Háskólann í Lundi. Viðfangsefni verkefnisins er að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi (e. National Footpaths). Innan þjóðstígakerfisins yrðu vinsælustu gönguleiðir landsins. Mat er lagt á 15 gönguleiðir og gæðastaðall með skýrum viðmiðum þróaður. Meðal þeirra þátta sem mat er lagt á eru heildarlengd, gistimöguleikar, stikur og vörður, upplýsingaskilti, ástand stíga og aðgengi hjálparsveita að leiðinni. Laugavegurinn er þekktasti þjóðstígur landsins og áhyggjur af álagi á honum fara vaxandi. Með því að skilgreina aðrar leiðir sem þjóðstíga má auka athygli á fleiri leiðum og stuðla þannig að dreifðara álagi, og auknum tækifærum í ferðaþjónustu.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Gísli Rafn Guðmundsson
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2014
Útgefandi Ferðamálastofa, EFLA verkfræðistofa, Nýsköpunarsjóður námsmanna
Leitarorð þjóðstígar, þjóstígakerfi, gömguleið, gönguleiðir, gönguleiðakerfi, gönguferð, gönguferðir, efla, nýsköpun, nýsköpunarsjóður, stígar, stígagerð, umhverfi, umhverfismál, fræðsla