Íslenskir þjóðstígar - Stefnumótun um gönguleiðir á Íslandi
| Nánari upplýsingar | |
|---|---|
| Titill | Íslenskir þjóðstígar - Stefnumótun um gönguleiðir á Íslandi |
| Lýsing | Verkefnið Íslenskir þjóðstígar er verkefni sem unnið er af EFLU verkfræðistofu í sammvinnu við Ferðamálastofu og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Verkefnið er þriggja mánaða rannsóknarverkefni sem unnið er af Gísla Rafni Guðmundssyni útskriftarnema í borgarhönnun við Háskólann í Lundi. Viðfangsefni verkefnisins er að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi (e. National Footpaths). Innan þjóðstígakerfisins yrðu vinsælustu gönguleiðir landsins. Mat er lagt á 15 gönguleiðir og gæðastaðall með skýrum viðmiðum þróaður. Meðal þeirra þátta sem mat er lagt á eru heildarlengd, gistimöguleikar, stikur og vörður, upplýsingaskilti, ástand stíga og aðgengi hjálparsveita að leiðinni. Laugavegurinn er þekktasti þjóðstígur landsins og áhyggjur af álagi á honum fara vaxandi. Með því að skilgreina aðrar leiðir sem þjóðstíga má auka athygli á fleiri leiðum og stuðla þannig að dreifðara álagi, og auknum tækifærum í ferðaþjónustu. |
| Skráarviðhengi | |
| Höfundar | |
|---|---|
| Nafn | Gísli Rafn Guðmundsson |
| Flokkun | |
|---|---|
| Flokkur | Stefnumótun og skipulag |
| Útgáfuár | 2014 |
| Útgefandi | Ferðamálastofa, EFLA verkfræðistofa, Nýsköpunarsjóður námsmanna |
| Leitarorð | þjóðstígar, þjóstígakerfi, gömguleið, gönguleiðir, gönguleiðakerfi, gönguferð, gönguferðir, efla, nýsköpun, nýsköpunarsjóður, stígar, stígagerð, umhverfi, umhverfismál, fræðsla |