Áfangastaðaáætlun Suðurlands 2018-2021

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Áfangastaðaáætlun Suðurlands 2018-2021
Lýsing

Markaðsstofa Suðurlands birti í nóvember 2018 Áfangastaðaáætlun Suðurlands. Áætlunin tekur tillit til ferðaþjónustu, náttúru, menningarminja og samfélags. Hún var unnin í samstarfi við hagsmunaaðila á Suðurlandi.

Suðurlandi skipt í þrjú svæði
Í markaðsgreiningu sem Markaðsstofa Suðurlands lét gera árið 2016 var dregin fram þrískipting svæða á Suðurlandi; Vestursvæði, Katla jarðvangur & Vestmannaeyjar, og Ríki Vatnajökuls. Notast var við þessa svæðaskiptingu í áfangastaðaáætluninni. Vestursvæði er samansett af sveitarfélögum innan Árnessýslu ásamt Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Katla jarðvangur & Vestmannayejar eru Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Vestmannaeyjar. Ríki Vatnajökuls er Sveitarfélagið Hornafjöður. Gerð var ein áfangastaðaáætlun fyrir Suðurland í heild sinni og þrjár aðgerðaráætlanir, ein fyrir hvert svæði.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2018
Útgefandi Markaðsstofa Suðurlands
Leitarorð dmp, suðurland, áfangastaðaáætlun, áfangastaðaáætlanir, markaðsstofa suðurlands, ferðamálastofa