Fara í efni

Japönsk heilsuböð

Nánari upplýsingar
Titill Japönsk heilsuböð
Undirtitill Kandidatsritgerð við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.
Lýsing Útflutningur á heilbrigðisþjónustu hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Vel menntað fagfólk og ákjósanleg náttúruleg skilyrði eru til staðar hér á landi og líklegt að útlendingar hafi áhuga á að leita sér lækninga eða endurhæfingar hér á landi ef rétt er staðið að málum. Sem lokaverkefni í viðskiptafræði við Háskóla Íslands ákvað ég að kanna þarfir Japana til heilsubaða og hvort selja megi þeim aðgang að íslenskum heilsuböðum. Um margt er japanski markaðurinn mjög heillandi viðfangsefni að þessu leyti. Löng hefð er fyrir rekstri heilsubaðstaða og heilsuböð eru samofin japanskri menningu og lífstíl. Verkefninu er ætlað að verða þeim fjölmörgu aðilum sem áhuga hafa á viðfangsefninu uppspretta upplýsinga til frekari athuganna og framkvæmda á þessu sviði.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Sverrir Berg Steinarsson
Flokkun
Flokkur Heilsutengd ferðaþjónusta
Útgáfuár 1995
Leitarorð Ísland, baðmenning, jarðfræði Íslands, náttúruauðlindir, þekking, ímynd landsins, ferðaþjónusta, sérhæfð heilsuþjónusta, Japan, Japan í hnotskurn, baðmenning, heilsuböð, greining á markaðinum, baðstaðir, markhópar, nýsköpun í ferðaþjónustu, möguleikar Íslands sem heilsuparadís, japanskur heilsubaðstaður á Íslandi, staðsetning, samgöngur, þjónusta, kostnaður, markaðsstarf.