Akstur á undarlegum vegi - Erindi ferðamálastjóra á Ferðamálaþingi 2017

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Akstur á undarlegum vegi - Erindi ferðamálastjóra á Ferðamálaþingi 2017
Lýsing

Í erindi sínu á Ferðamálaþingi í Hörpu 4. október 2017 fjallaði Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri um ýmsar þær áskoranir og úrlausnarefni sem íslensk ferðaþjónusta og ferðaþjónusta í heiminum almennt stendur frammi fyrir nú um stundir – eða „Áskoranir á öld ferðalangsins“, eins og titill þingsins var að þessu sinni.

Yfirskrift erindis Ólafar var „Akstur á undarlegum vegi“ og fór hún þar einnig yfir þær gríðarlegu breytingar sem hér hafa orðið á síðustu árum og þau stóru verkefni sem Ferðamálastofa hefur komið að með einum eða öðrum hætti. Í lok máls hennar kom fram að hún mun láta af starfi ferðamálastjóra um næstu áramót eftir 10 ár í starfi.

Hlekkur https://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/akstur-a-undarlegum-vegi-erindi-ferdamalastjora-a-ferdamalathingi-2017
Höfundar
Nafn Ólöf Ýrr Atladóttir
Flokkun
Flokkur Greinar og fréttabréf
Útgáfuár 2017
Útgefandi Ferðamálastjóri
Leitarorð ferðamál, ferðamálastjóri, ólöf, ferðamálaþing,