Könnun meðal erlendra ferðamanna sumarið 2011
| Nánari upplýsingar | |
|---|---|
| Titill | Könnun meðal erlendra ferðamanna sumarið 2011 |
| Lýsing | Niðurstöður könnunar sem Ferðamálastofa fékk MMR til að framkvæma meðal erlendra ferðamanna sumarið 2011. Markmiðið með könnuninni var að afla upplýsinga um erlenda ferðamenn á Íslandi, aðdragandann að Íslandsferðinni, ferðahegðun þeirra á Íslandi, eyðsluhætti og viðhorf þeirra til ýmissa þátta íslenskrar ferðaþjónustu. Um var að ræða netkönnun en netföngum var safnað með skipulögðum hætti á brottfararsvæði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Norrænu ferjunnar á Seyðisfirði á tímabilinu 5. júlí-31. ágúst 2011. Úrtakið var 4.545 manns og var svarhlutfallið 51,9%. Ath.: PDF-skjalið með könnuninni er sett upp með valmynd í "Bookmarks" sem auðveldar mjög að flakka fram og til baka í henni. Til að kveikja á "Bookmarks" þarf að smella á tákn sem í flestum útgáfum Acrobat Reader lítur út líkt og myndin hér að neðan og er staðsett ofarlega til vinstri á skjánum:
Athugið að ekki er öruggt að "Bookmarks" virki ef skjalið er opnað beint hér af síðunni með vefskoðara þannig að þá þarf að byrja á að vista skjalið á eigin tölvu og opna síðan með Acrobat Reader. |
| Skráarviðhengi | |
| Flokkun | |
|---|---|
| Flokkur | Ferðavenjur |
| Útgáfuár | 2012 |
| Útgefandi | Ferðamálastofa |
| Leitarorð | ferðamenn, ferðavenjur, fjöldi ferðamanna, tölfræði, talnaefni, talning |
