Fara í efni

Ferðamenn í Hrísey 2019 - Niðurstaða könnunar

Nánari upplýsingar
Titill Ferðamenn í Hrísey 2019 - Niðurstaða könnunar
Lýsing

Náttúra og staðsetning Hríseyjar eru helstu aðdráttaröflin fyrir ferðamenn sem leggja leið sína til eyjarinnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu RMF en niðurstöður hennar eru unnar úr könnun sem framkvæmd var meðal ferðamanna í Hrísey af Akureyrarstofu sumarið 2019.

Helstu niðurstöður könnunarinnar sýna t.a.m. að ferðamenn eru almennt mjög ánægðir með dvölina og tæpur helmingur þeirra gisti yfir nótt. Þegar kom að afþreyingu ferðamanna í Hrísey var fuglaskoðun og gönguferðir um eyjuna vinsælast, ásamt því að fara í sund og taka ljósmyndir.

Markmiðið með könnuninni var að afla upplýsinga um ferðahegðun og upplifun ferðamanna í Hrísey en meðal þess sem kannað var hjá ferðamönnum var ferðamáti þeirra, dvalarlengd og hvernig þeir öfluðu sér upplýsinga um eyjuna.

Gagnaöflun var í höndum Akureyrarstofu en RMF sá um úrvinnslu gagna og samantekt á niðurstöðum. Verkefnið var unnið með stuðningi Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Vera Vilhjálmsdóttir
Nafn Ragnar Hólm Ragnarsson
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2020
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
ISBN 978-9935-505-00-2
Leitarorð hrísey, eyjafjörður, akureyri, akureyrarstofa, rannsóknamiðstöð ferðamála