Ferðamenn í Hrísey 2019 - Niðurstaða könnunar

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Ferðamenn í Hrísey 2019 - Niðurstaða könnunar
Lýsing

Náttúra og staðsetning Hríseyjar eru helstu aðdráttaröflin fyrir ferðamenn sem leggja leið sína til eyjarinnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu RMF en niðurstöður hennar eru unnar úr könnun sem framkvæmd var meðal ferðamanna í Hrísey af Akureyrarstofu sumarið 2019.

Helstu niðurstöður könnunarinnar sýna t.a.m. að ferðamenn eru almennt mjög ánægðir með dvölina og tæpur helmingur þeirra gisti yfir nótt. Þegar kom að afþreyingu ferðamanna í Hrísey var fuglaskoðun og gönguferðir um eyjuna vinsælast, ásamt því að fara í sund og taka ljósmyndir.

Markmiðið með könnuninni var að afla upplýsinga um ferðahegðun og upplifun ferðamanna í Hrísey en meðal þess sem kannað var hjá ferðamönnum var ferðamáti þeirra, dvalarlengd og hvernig þeir öfluðu sér upplýsinga um eyjuna.

Gagnaöflun var í höndum Akureyrarstofu en RMF sá um úrvinnslu gagna og samantekt á niðurstöðum. Verkefnið var unnið með stuðningi Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Ragnar Hólm Ragnarsson
Nafn Vera Vilhjálmsdóttir
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2020
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
ISBN 978-9935-505-00-2
Leitarorð hrísey, eyjafjörður, akureyri, akureyrarstofa, rannsóknamiðstöð ferðamála