Gagnagrunnur um ferðaþjónustuaðila

landshlutakort

Ferðamálastofa heldur utan um viðamesta gagnagrunn sem til er með upplýsingum um íslenska ferðaþjónustuaðila og þjónustu fyrir ferðafólk. Samstarf er við markaðsstofur landshlutanna um skráningu og viðhald upplýsinga.

Í grunninum eru nú upplýsingar um á fjórða þúsund ferðaþjónustuaðila um, bæði á ensku og íslensku. Í árslok 2018 voru skráningar í grunninn rúmlega 5.800 talsins í sex flokkum. Einstök fyrirtæki geta verið skráð í fleiri en einn flokk þannig að fjöldi aðila er rúmlega 4.200 talsins, fjölgaði um 500 á milli ára.

Í grunninum er m.a. að finna ítarlegar upplýsingar um:

  • Gistingu, s.s. hótel, gistiheimili, bændagistingu, farfuglaheimili, sumarhús, skála og tjaldsvæði
  • Afþreyingu og skipulagðar ferðir af öllu tagi
  • Samgöngur, s.s. rútur, báta, flug, bílaleigur, strætisvagna og leigubíla
  • Söfn, setur og sýningar
  • Golfvelli, veiði, sundlaugar, reiðhjólaleigur og hestaleigur
  • Upplýsingamiðstöðvar, ferðaskrifstofur, sendiráð erlendra ríkja og ræðismenn

Skráning í grunninn er ferðaþjónustuaðilum að kostnaðarlausu

Hvar finn ég grunninn?

Upplýsingar úr grunninum eru m.a. birtar á landkynningarvefnum www.inspiredbyiceland.com og ferðavefnum www.ferdalag.is. Jafnframt birtast upplýsingar á öllum landshlutavefjum markaðsstofanna á landsbyggðinni. Þá er hægt að skoða hann á vefsjá með landupplýsingum Ferðamálastofu.

Nánari upplýsingar og skráning

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri, sími 535-5500 eða upplysingar@ferdamalastofa.is. Þangað er ferðaþjónustuaðilum einnig bent á að snúa sér til að fá skráningu í gagnagrunninn.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

Athugasemdir