Gagnagrunnur um ferðaþjónustuaðila

landshlutakortÁ undanförnum árum hefur á vegum Ferðamálastofu verið byggður upp viðamikill gagnagrunnur. Í honum eru nú upplýsingar um á fjórða þúsund ferðaþjónustuaðila um allt land. Má fullyrða að um er að ræða heildstæðasta gagnagrunninn um íslenska ferðaþjónustu sem til er í dag og er hann alltaf að stækka.

Í grunninum er m.a. að finna ítarlegar upplýsingar um:

  • Gistingu, s.s. hótel, gistiheimili, bændagistingu, farfuglaheimili, sumarhús, skála og tjaldsvæði
  • Afþreyingu og skipulagðar ferðir af öllu tagi
  • Samgöngur, s.s. rútur, báta, flug, bílaleigur, strætisvagna og leigubíla
  • Söfn, setur og sýningar
  • Golfvelli, veiði, sundlaugar, reiðhjólaleigur og hestaleigur
  • Upplýsingamiðstöðvar, ferðaskrifstofur, sendiráð erlendra ríkja og ræðismenn

Skráning í grunninn er ferðaþjónustuaðilum að kostnaðarlausu

Hvar finn ég grunninn?

Upplýsingar úr grunninum eru m.a. birtar á landkynningarvefnum, www.visiticeland.com og ferðavefnum www.ferdalag.is. Jafnframt birtast upplýsingar á öllum landshlutavefjum markaðsstofanna á landsbyggðinni. Einnig er boðið upp á birtingu með vefþjónustu (API). Upplýsingar um hana eru hér: http://api.visiticeland.com/help
Útbúa þarf aðgang fyrir hvern og einn notenda.

 

Nánari upplýsingar og skráning

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri, sími 535-5500 eða upplysingar@ferdamalastofa.is. Þangað er ferðaþjónustuaðilum einnig bent á að snúa sér til að fá skráningu í gagnagrunninn.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?