Fara í efni

Kynning á ferðavenjum erlendra ferðamanna - Skráning

Föstudaginn 14. desember næstkomandi býður Ferðamálastofa til hádegiskynningar á niðurstöðum könnunar sem fór fram í sumar á ferðavenjum og útgjöldum erlendra gesta í Reykjavík, Reykjanesbæ, Vík, Stykkishólmi, Ísafirði, Hvammstanga, Húsavík og Egilsstöðum. Um er að ræða verkefni sem tilheyrir reglulegri gagnasöfnun hins opinbera á ýmsum þáttum ferðaþjónustu og ferðamennsku á Íslandi.

Greining é einkennum ferðamanna
Í könnuninni var lögð áhersla á greiningu ýmissa einkennandi þátta ferðamanna á rannsóknarsvæðunum s.s. búsetulandi, ferðamáta, gistimáta og dvalarlengd auk þess sem ástæða heimsóknar og útgjaldamynstur þeirra var skoðað. Í kynningunni verða niðurstöður könnunarinnar reifaðar auk þess sem þær verða bornar saman við niðurstöður á landsvísu og fyrri kannanir.

  • Lilja Rögnvaldsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík og Rannsóknamiðstöð ferðamanna (RMF) mun fara yfir niðurstöður könnunarinnar.
  • Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir, forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu stýrir fundi.

Kynningin fer fram í fyrirlestrarsal á 1.hæð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Kynningin hefst kl. 12:10 og stendur til kl. 13.

Hægt veður að fylgjast með beinni útsendingu á vef og Facebook-síðu Ferðamálastofu.