Fara í efni

Höldum flughæð í gegnum ókyrrðina - Ferðaþjónustuúttekt Arion greiningar

Nánari upplýsingar
Titill Höldum flughæð í gegnum ókyrrðina - Ferðaþjónustuúttekt Arion greiningar
Lýsing

Birt 1. apríl 2025.

 

Helstu niðurstöður

  • Ferðaþjónustan er án efa einn af burðarstólpum íslensks efnahagslífs. Hún stendur undir ríflega 8% af landsframleiðslu, og nærri þriðjungi af
    útflutningi. Eftir sterka viðspyrnu í kjölfar heimsfaraldursins stendur greining á tímamótum. Hún hefur slitið barnskónum og tímabil ævintýralegs
    vaxtar virðist að baki, líkt og ferðamannatölur síðustu mánaða bera með sér. Ferðamannaspá okkar dregur dám af þessari þróun, þar sem
    vöxtur snýst í viðhald. Við spáum lítils háttar fækkun í komum ferðamanna á þessu ári en hógværum vexti á næstu árum.
  • Flugfarmboð spilar stóra rullu í íslenskri ferðaþjónustu en breytingar á því geta bæði verið orsök og afleiðing af sveiflum í komu ferðamanna til
    landsins. Í október á síðasta ári boðaði PLAY miklar breytingar á viðskiptalíkani félagsins. Félagið leigði frá sér flugvél í vetur, sem leiddi til
    færri farþega, og hefur fengið flugrekstrarleyfi á Möltu þar sem þrjár vélar verða starfræktar. Þá hafa erlend flugfélög dregið úr framboði sínu til
    landsins. Á móti kemur að Icelandair hyggst auka sætaframboð sitt í ár, sérstaklega utan háannatíma.
  • Ísland er á meðal dýrustu áfangastaðanna í Evrópu vegna sterks gengis og hárra launa. Það er jákvætt uppá það að gera að ferðamenn skili
    þannig meiru í kassann, en það getur dregið úr samkeppnishæfni landsins. Það kann að vera hluti af ástæðunni fyrir því að hlutdeild íslenskrar
    ferðaþjónustu á meðal Norðurlandanna hefur verið að dragast saman.
  • Viðskiptahömlur á alþjóðavettvangi gætu dregið úr kaupmætti í Bandaríkjunum og víðar. Hversu mikið ræðst af umfangi tollanna, hvort þeir
    verði varanlegir og hvaða viðskiptalönd dragast inn í deilurnar. Við teljum að það muni hafa takmörkuð áhrif á komur ferðamanna en gæti
    haft áhrif á tekjur greinarinnar í heild.
  • Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir ýmsum öðrum áskorunum. Tekjur á hvert laust herbergi (RevPAR) hafa haldist nánast óbreyttar í
    krónum talið undanfarin tvö ár á sama tíma og ýmiss kostnaður, þ.m.t. launakostnaður, hefur farið vaxandi. Þá hafa gjaldþrot og vanskil
    færst í aukana, starfsfólki fækkað og skemmtiferðaskip hafa afbókað komur sínar vegna nýrra innviðagjalda.
  • Þessar áskoranir eru þó aðeins lítils háttar hnökrar í samanburði við þau áföll sem ferðaþjónustan hefur þegar staðið af sér, og fullvíst er að
    hún verði áfram ein af meginstoðum íslensks efnahagslífs.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2025
Útgefandi Arion banki
Leitarorð ferðamenn, fjöldi ferðamanna, hótel, arion banki, arionbanki, spá,